Svona virkar þetta

Heimilaskipti þýða einfaldlega að þú og þín fjölskylda semjið við fjölskyldu frá öðru svæði um að búa á heimilum hvors annars í fríunum ykkar. Lengd heimilaskiptanna er algjörlega samkomulag ykkar á milli.

Skráðu þig

Búðu til fría prufuaðild sem gildir í 21 dag

Að setja upp skráningu

Lýstu skiptiheimili þínu og ferðaóskum

Leitaðu að áfangastöðum

Byrjaðu leitina að mögulegum skiptifélaga!

Hafa samband við skiptifélaga

Óskaðu eftir heimilaskiptum eða byrjaðu samtal

Aðild að Intervac heimilaskiptunum býður upp á frelsi til að kanna umhverfi og lífsstíl annarra, sem ferðahandbækur ná ekki yfir. Þegar þið skráið væntingar ykkar og skiptistaði þá veljið þið þá áfangastaði sem ykkur dreymir um og til gamans; merkið við "Opin fyrir öllum löndum". Þið gætuð endað í dönsku sjávarplássi, á búgarði í Vestur-Kanada, í frönsku fjallaþorpi eða við akkeri í miðri Amsterdam. Ef þið eru sveigjaleg í vali gætuð þið endað á stöðum sem ykkur hafði aldrei órað fyrir að þið ættuð eftir að heimsækja.

Skráðu þig í dag

Við bjóðum nýjum félagsmönnum FRÍA prufuaðild í 21 dag - án frekari skuldbindinga. Engin skráning á krítarkorti nauðsynleg. Óskaðu eftir félagsaðild, settu upp skráninguna þína og þú hefur fullan aðgang að síðunni okkar. Prufuaðildinni lýkur sjálfvirkt eftir 21 dag. Eftir það getur þú ákveðið hvort og hvenær þú vilt vera með virka félagsaðild áfram og greiðir þá árlegt félagsgjald í starf samtakanna.

Settu upp þína skráningu

Búðu til þína skráningu. Um leið og þú hefur opnað þína skráningu, ferðu inn á félagssvæðið þitt þar sem þú færð skýrar leiðbeiningar um hvernig þú fyllir út þínar upplýsingarnar og gerir þína eigin skráningu áhugaverða. Þú vinnur hana áfram í skrefum og þegar lágmarksupplýsingar eru skráðar, verður skráningin þín sýnileg öðrum félagsmönnum Intervac heimilaskiptanna.

  1. Fara í "Búa til eigin skráningu"

    Þegar þú hefur skráð þig inn á heimasvæðiö þitt sérðu dálkinn "Skráningin mín" vinstra megin á síðunni neðan við appelsínugula kassann. Byrjaðu á að smella á "Breyta eigin skráningu"

  2. Fylltu í reitina

    Fylltu í reitina eins og við á og ekki sleppa neinum stjörnumerktum reit. Settu inn óskir um ferðadagsetningar, upplýsingar um fjölskyldu og nágrenni þitt. Ekki gleyma að vista það sem þú skráir með því að smella á appelsínugula hnappinn efst eða neðst á síðunni.

  3. Óskalisti áfangastaða

    Undir "Skráningin mín" geturðu smellt á "Óskalisti áfangastaða" til að kynna öðrum félagsmönnum hvert þú vilt fara. Með því að velja "Opin fyrir öllum löndum" er allt opið en auk þess getur þú skráð eins mörg lönd, héruð og borgir og þig lystir. Því fleiri staði sem þú velur þér, þeim mun líklegra er að þú komir fram í leit annarra þegar þeir leita frá sínu heimasvæði og merkja við "Breytið leit".

  4. Færðu google merkinguna

    Undir "Skráningin mín" er að finna hlekk til að skrá inn heimili þitt á Google Maps; "Merkið með Google merkinu". Þetta uppfærist sjálfkrafa en hægt að handstilla ef um er að ræða eign sem er ekki á sama stað og heimilisfangið þitt, eins og sumarbústaður þinn eða annað húsnæði.

  5. Viðbótar texti og myndir

    Það getur verið gott að líta yfir skráningar annarra. Safnaðu síðan saman myndum af heimili þínu, fjölskyldu og gæludýrum, nágrenni og umhverfi. Þú hleður þeim síðan inn á heimasvæðið þitt og skrifar inn aðlaðandi lýsingartexta eins og við á. Þú gerir það undir hlekknum "Skráið texta og myndir" undir "Skráningin mín".

Search destinations

Við höfum þróað leitaraðgerðir sem hjálpa þér að finna þína fullkomnu svörun!

  • Myndir og góður skýringa texti
  • Kort af nágrenninu
  • Leit eftir aðstöðu
  • Gagnvirk leit
  • Samsvörun!
  • Innbyggt skilaboðakerfi

Þarftu aðstoð frá umboðsmanni Intervac til að finna góða svörun?

Þrjátíu og fimm umboðsmenn starfa á vegum Intervac um allan heim og flestir þeirra hafa yfir 20 ára reynslu. Þeir eru öllum hnútum kunnugir og leggja sig fram um að aðstoða félagsmenn í hvívetna. Umboðsmaður Intervac er staðsettur á Íslandi og talar íslensku.

Hafðu samband við mögulega skiptifélaga

Skilaboðaskjóðan okkar gerir þér kleift að senda fyrirspurnir með því að smella á "Sendið skilaboð" til hvers sem þú óskar, þegar þú ert innskráð/ur. Þú færð sjálfkrafa sent afrit af skilaboðunum í netpóstinn þinn.

Kynntu þig
Fyrir hver ný skipti sem þú hefur hug á að stofna til, skaltu búa til staðlað skeyti með kynningu á þér og fjölskyldu þinni handa mögulegum skiptifélögum þínum. Hafðu með áhugaverðar upplýsingar um heimili þitt og umhverfi og taktu fram þær dagsetningar sem þú ert með í huga.

Búðu þig undir að heyra frá öðrum
Hafðu tiltæk nokkur stöðluð svarskeyti til þess að bregðast fljótt við þeim fyrirspurnum sem þér berast. Eitt getur verið fyrir tilboð sem þú hefur engan áhuga á og annað fyrir tilboð sem freista þín en henta ekki að sinni en gætu komið til greina á öðrum tíma. Þegar þú færð fyrirspurn frá öðrum meðlimi er auðvelt að setja inn slíkan texta og breyta að vild eins og við á hverju sinni. Þú gætir líka útbúið sniðmát til notkunar í upphafssamskiptum eða svörum.

Nákvæmar leiðbeiningar og aðstoð 24/7

Við bjóðum góðar leiðbeiningar fyrir heimilaskipti sem eru uppfærðar reglulega í ljósi reynslu umboðsmanna og annarra félagsmanna. Vefurinn okkar er hlaðinn upplýsingum og hjálpartextum sem kemur sér vel ef þú lendir í öngstræti um miðja nótt.

Taktu þátt í Intervac heimilaskiptunum!

Gerast áskrifandi að fréttabréfinu

Við notum fréttabréfið okkar til að miðla upplýsingum til félagsmanna. Má bjóða þér áskrift að fréttapósti Intervac heimilaskiptanna?

Segðu okkur hvað þér finnst

Ertu með spurningu, vantar aðstoð eða ertu með tillögu? Við erum til þjónustu fyrir þig til að hjálpa þér.

Deildu þinni sögu

Segðu okkur frá síðustu heimilaskiptum þínum svo lesendum okkar líði eins og þeir hafi verið þarna með þér.