Meðferð persónuupplýsinga

Síðast uppfært: 18. maí 2018

Í þessari persónuverndarstefnu er því lýst hvernig við framfylgjum kröfum um persónuvernd og meðhöndlun persónuupplýsinga, sem og þeim valkostum sem þér bjóðast varðandi söfnun og notkun gagnanna þinna. Athugaðu að á vefsvæði okkar er að finna tengla á önnur vefsvæði og að þessi persónuverndarstefna gildir einungis um upplýsingar sem safnað er á þessu vefsvæði.

Hugtök sem eru notuð hér en ekki skilgreind hafa þá merkingu sem lýst er í notkunarskilmálunum.

Tilgangur

 1. Vefsvæði okkar og þjónustu má eingöngu nota til heimilaskipta milli einstaklinga, ekki í viðskiptaskyni.

 2. Þegar notandi gerist Intervac-meðlimur samþykkir hann að hafa ekki samband við aðra meðlimi Intervac í öðrum tilgangi en þeim að skipuleggja heimilaskipti.

 3. Hverjum þeim sem hefur samband við meðlimi Intervac í öðrum tilgangi en þeim að skipuleggja heimilaskipti verður bannað að nota þjónustu Intervac og ber að greiða sekt, að lágmarki $125 fyrir hvern meðlim sem hann hefur samband við.

Persónuupplýsingar sem við söfnum

 1. Við söfnum tveimur tegundum gagna: annars vegar gögnum sem þú gefur okkur upp og hins vegar gögnum sem við söfnum sjálfvirkt.

 2. Þegar þú gerist meðlimur ertu beðin(n) um að veita upplýsingar um þig og fasteignina þína. Við notkun þína á vefsvæðinu kann að vera óskað eftir öðrum upplýsingum.

 3. Þú getur uppfært allar upplýsingar sem þú hefur gefið upp hvenær sem er.

 4. Tegundir upplýsinga sem safnað er eru:

  1. Aðgangur
   Þegar þú gerist meðlimur söfnum við upplýsingum sem gæti þurft að nota til að hafa samband við þig eða staðfesta auðkenni þitt, svo sem nafni, netfangi, símanúmeri, farsímanúmeri, fæðingardegi eða heimilisfangi. Nafn þitt og símanúmer birtast öðrum meðlimum sem skoða skráninguna þína. Ef þú slærð inn dagsetningar fyrir heimilaskipti eða óskalista fyrir áfangastaði birtast þær upplýsingar bæði meðlimum og gestum vefsvæðisins. Aðrar persónuupplýsingar, svo sem netfang, eru trúnaðarmál og verða ekki birtar á vefsíðunni og Intervac deilir þeim ekki með öðrum.
  2. Skráning
   Skráningin þín inniheldur upplýsingar um fasteignina sem boðin er til heimilaskipta. Aðalmynd skráningarinnar birtist gestum vefsvæðisins og meðlimum. Þú getur valið að nota almenna mynd sem aðalmynd en við mælum þó með því að þú notir mynd af fasteigninni til að auka líkurnar á skiptum. Textarnir „Áhugamál“ og „Fjölskylda“ sem og allar myndir (nema aðalmyndin) kunna að vera sýnileg öllum eða bara meðlimum, eftir því sem þú velur. Þú velur hvort landfræðileg staðsetning skráningarinnar er opinber, ekki birt eða aðeins sýnileg meðlimum. Ef staðsetningin er ekki birt hún eingöngu notuð til að birta skráninguna á réttan hátt í leit en sést ekki þegar skráningin er skoðuð. Textarnir „Yfirlit skráningar“, „Lýsing heimilis“ og allar aðrar upplýsingar um fasteignina sem þú velur að setja inn eru einnig birtar gestum vefsvæðisins og meðlimum.
  3. Samtöl
   Þegar þú hefur samband við aðra meðlimi í gegnum skilaboðakerfi okkar söfnum við þeim upplýsingum sem þú gefur upp til að geta birt þér þau síðar í pósthólfinu þínu. Þú getur eytt þessum upplýsingum hvenær sem er, en viðtakandi skilaboðanna kann að velja að halda þeim.
  4. Flettingar
   Þegar þú ferð sem innskráður meðlimur inn á skráningu annars meðlims vistum við upplýsingar um það og birtum á tölfræðisíðu meðlimsins. Þegar þú bætir meðlim við eftirlæti kunnum við að láta hann vita af því, til að auka líkur á heimilaskiptum.
  5. Greiðsla
   Þegar þú skráir þig sem meðlim kunnum við eða greiðsluþjónusta þriðja aðila að safna fjárhagslegum upplýsingum á borð við nafn þitt, heimilisfang, greiðslukortanúmer eða PayPal-aðgang, eða aðrar upplýsingar sem notaðar eru til greiðslu.
  6. Aðrar upplýsingar
   Þú kannt að velja að veita okkur upplýsingar með því að fylla út eyðublað, virkja tilkynningar um samsvaranir eða nota aðra eiginleika vefsvæðisins.

Kökur

 1. Til þess að meðlimir geti notað þjónustu okkar verða kökur að vera virkar í vafranum.

 2. Persónuupplýsingum kann að vera safnað með vafrakökum, sem eru litlar skrár sem vafrinn vistar í tækinu og innihalda upplýsingar um notkun á vefsvæðinu. Vafrakaka getur ekki lesið gögn af harða disknum þínum eða lesið vafrakökuskrár annarra vefsvæða.

 3. Vefsvæði okkar notar eigin vafrakökur og vafrakökur þriðja aðila til að greina notendavirknina. Þessar vafrakökur eru eingöngu tengdar hverjum einstökum notanda og tækinu sem hann notar.

 4. Vafrakökur okkar eru eingöngu notaðar til að veita þér betri þjónustu, til dæmis með því að vista innskráningarupplýsingarnar þínar svo þú þurfir ekki að slá þær inn í hvert skipti.

 5. Við notum Google Analytics til að fylgjast með því hvernig gestir okkar nota vefsvæðið, greina hvaðan umferðin kemur og safna upplýsingum um almenna notkun á vefsvæðinu.

 6. Auglýsingaþjónusta þriðja aðila, svo sem frá Google og Facebook, kann að nota vafrakökur til að birta þér sérsniðnar auglýsingar eftir að þú hefur heimsótt vefsvæði okkar. Þú getur afþakkað þessar sérsniðnu auglýsingar hvenær sem er þegar þær birtast.

Notkun persónuupplýsingar

 1. Intervac er umhugað um persónuvernd þína. Gögnin sem við söfnum eru einungis notuð í þeim tilgangi að bæta notandaupplifun þína í vefþjónustu Intervac.

 2. Við seljum aldrei, skiptumst á, leigjum eða gefum persónuupplýsingar þínar upp til þriðja aðila nema að fyrirfram fengnu samþykki frá þér.

 3. Við kunnum að nota upplýsingarnar þínar í eftirfarandi tilgangi:

  1. Heimilaskipti
   Megintilgangurinn með gagnasöfnuninni er að gefa meðlimum okkar kost á heimilaskiptum og hvetja til þeirra.
  2. Greiðsla
   Við kunnum að nota persónuupplýsingarnar þínar til að svara fyrirspurnum og sinna greiðslubeiðnum frá þér, svo sem kreditkortagreiðslum. Til þess að uppfylla megi þessar beiðnir kann persónuupplýsingunum sem þú gefur upp að vera deilt með vottuðum þriðja aðila.
  3. Markaðssetning
   Sem meðlimur kanntu af og til að fá tölvupóst frá okkur, svo sem fréttabréf, sértilboð, upplýsingar um mikilvægar breytingar á virkni vefsvæðisins eða nýjungar í þjónustu. Þessi tölvupóstur kann að vera sendur þér persónulega út frá persónuupplýsingunum sem þú hefur gefið upp. Þú getur hvenær sem er afþakkað tölvupóstsamskipti við okkur með því að fylgja leiðbeiningunum sem fram koma í hverjum tölvupósti.
  4. Stjórnun og umsjón
   Við kunnum að flytja persónuupplýsingarnar þínar til þriðja aðila sem bundinn er trúnaði, þegar verktökum er falin að sinna vinnu við einhverja þá virkni sem lýst er hér að framan (svo sem við þróun nýrra eiginleika á vefsvæðinu).
  5. Lagalegur tilgangur
   Við kunnum að safna, nota eða deila persónuupplýsingum þínum með öðrum ef þess er krafist lögum samkvæmt eða ef við teljum það nauðsynlegt í þeim tilgangi að vernda okkur eða þriðja aðila gegn þjófnaði, svikum eða annars konar ólöglegu eða skaðlegu athæfi, sem og til að uppfylla endurskoðunar- og öryggiskröfur sem og lagalegar og samningsbundnar skyldur okkar.
 4. Upplýsingar um meðlimi og skráningar sem birtast á vefsvæði Intervac má undir engum kringumstæðum afrita yfir á annað vefsvæði eða birta á nokkrum öðrum miðli í neinum tilgangi, án þess að meðlimur hafi gefið fyrir því leyfi fyrirfram og á skilmerkilegan hátt. Hverjum þeim sem gerist brotlegur við þessa reglu ber að greiða sekt, að lágmarki $125 á hverja skráningu.

Varðveisla gagna

 1. Persónuupplýsingarnar sem þú gefur upp verða geymdar:

  1. Á meðan þú ert virkur meðlimur Intervac
  2. Í fimm ár eftir að reikningurinn þinn verður óvirkur, svo þú þurfir ekki að skrá allar upplýsingar aftur ef þú ákveður að endurnýja áskriftina síðar.
  3. Nafn þitt og netfang verða varðveitt í markaðssetningarskyni nema þú afþakkir slík samskipti.
 2. Ef þú kýst að láta fjarlægja upplýsingarnar þínar geturðu gert það með því að nota verkfærið til að eyða aðgangi. Ef verkfærið er notað fjarlægjum við reikninginn þinn, skráninguna og persónuupplýsingarnar þínar úr virkum gagnagrunnum okkar um leið og það er hægt með góðu móti, í samræmi við þessa persónuverndarstefnu og gildandi lög, yfirleitt innan þriggja (3) daga. Þetta þýðir að framangreindur texti um varðveislu gagna á ekki við ef verkfærið til að eyða aðgangi er notað.

 3. Við kunnum að geyma persónuupplýsingarnar þínar lengur ef þörf krefur til að geta leyst úr deilumálum, standa við samninga eða uppfylla lagalegar skyldur.

Öryggi upplýsinga

 1. Við fylgjum almennum öryggisstöðlum á sviði tæknimála, þ. á m. örugga vefþjóna, til að vernda persónuupplýsingarnar þínar.

 2. Þú berð ábyrgð á því að halda aðgangsorði reikningsins þíns leyndu og ábyrgist notkun á reikningsaðgangi þínum, hvort sem um er að ræða notkun þína eða einhvers annar (sem þú hefur einhvern tímann gefið upp aðgangsorðið þitt), og hvort sem þú hefur heimilað þennan tiltekna aðgang eða notkun eða ekki.

 3. Þú samþykkir hér með að tilkynna okkur tafarlaust um hvers kyns óheimila notkun aðgangsorðsins þíns eða reikningsins þíns, og öll önnur öryggisbrot. Þú berð ein(n) ábyrgð á því að stjórna því hverjir nota aðgangsorðið þitt og reikninginn þinn.

Réttur meðlima

 1. Þú getur nýtt þér eftirfarandi réttindi hvenær sem er með því að hafa samband við support@intervac.com.

 2. Sem meðlimur hefur þú rétt til að:

  1. Láta gleyma upplýsingunum þínum: Til þess geturðu notað verkfæri okkar til að eyða aðgangi, eins og lýst er í kaflanum Varðveisla upplýsinga
  2. Láta fjarlægja hluta af persónuupplýsingunum þínum
  3. Hafna notkun persónuupplýsinganna þinna í markaðssetningarskyni: Til þess að gera það geturðu notað afþökkunarvalkostinn sem fram kemur í hverju tölvupóstskeyti.
  4. Fá aðgang að gögnunum þínum

Hafa samband við Intervac International

Ef þú ert með einhverjar spurningar um þessa persónuverndarstefnu eða hvernig þessi vefur er rekinn geturðu skrifað tölvupóst á the-board@intervac.org, haft samband við umboðsmann í þínu landi eða sent bréf á póstfangið Intervac International Home Exchange Holiday Service, PO Box 561, SE - 114 79 Stokkhólmi, Svíþjóð

Breytingar á persónuverndarstefnunni

Ef við ákveðum að breyta persónuverndarstefnunni birtum við tilkynningu um breytingar á persónuverndarstefnunni á vefsíðu okkar eða látum meðlimi vita í gegnum tölvupóst svo að hver og einn geti skoðað uppfærðu persónuverndarstefnuna og viti ávallt hvaða upplýsingum við söfnum, hvernig við notum þær og við hvaða kringumstæður við deilum þeim með öðrum, ef einhverjar eru.