Staðreyndir um Intervac

Við erum upphafsmenn heimilaskipta

Hvílíkur ferðamáti! Intervac er ekki aðeins félagasamtök - heldur lífsstíll sem stofnendurnir uppgötvuðu og voru brautryðjendur í. Frá 1953 hefur Intervac verið í fararbroddi heimilaskipta á milli fjölskyldna og einstaklinga. Innan samtakanna hafa umboðsmenn landanna starfað saman til að tryggja skilvirk og ánægjuleg heimilaskipti félagsmanna Intervac.

Menningarauðgandi, umhverfisvæn og hagkvæm.

INTERVAC samtökin eiga uppruna sinn í Evrópu snemma á sjötta áratug síðustu aldar, þegar nokkrir kennarar sem voru að leita leiða til að ferðast ódýrt til annarra landa. Eftir nokkur heimilaskipti varð niðurstaðan hjá þeim sú að þeim fannst þetta frábær leið til að afla vina og auka skilning á milli þjóða. Hugmyndir okkar hafa verið að þróast æ síðan, ekki síst í gegnum umsagnir ánægðra félagsmanna okkar. Nú býður Intervac þjónustu sína um allan heim og 30,000 fjölskyldur úr öllum stéttum þjóðfélagsins njóta þjónustu okkar.

Nafn samtakanna INTERVAC er sett saman úr orðunum international og vacations og er skrásett vörumerki í flestum löndum þar sem Intervac starfar. Á Íslandi tölum við gjarna um Intervac á Íslandi. Sjálf regnhlífarsamtökin, INTERVAC International, eru skráð í Svíþjóð sem félagasamtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.

Hófsemd er okkar aðalsmerki þegar við sinnum 30.000 meðlimum okkar. Vöxtur samtakanna er drifinn áfram af umsögnum ánægðra félagsmanna. Umboðsmenn okkar starfa í 45 löndum, tala þitt tungumál og búa í þínu landi. Þeirra helsta hlutverk er að leiðbeina þér um farsæl heimilaskipti. Þeir taka ævinlega vel á móti öllum spurningum félagsmanna og annarra áhugasamra um heimilaskipti.

Um félagsmenn okkar

Félagsmenn okkar eru flestir ráðsett fólk, vel efnað, vel menntað, staðráðið í að víkka sjóndeildarhringinn. Flestir eiga sína eigin fasteign og hafa ágætar tekjur. Flestir félagsmenn okkar eru á aldrinum 35-70 ára og oft eru börn á heimilinu. Við státum einnig af fjölda eftirlaunaþega sem er staðráðinn í að njóta ferða um heiminn og hefur upplifað heimilaskipti sem ánægjulegustu leiðina til þess.

Hvers konar ferðamáta býður Intervac vefurinn uppá?

Heimilaskipti: Okkar aðal skiptimáti - tvær fjölskyldur koma sér saman um að búa á heimili hvors annars yfir ákveðið tímabil.

Bed and Breakfast: Eins og gengur á almennum markaði, nema boðið er á milli félagsmanna án gjaldtöku.

Leiga: Margir félagsmenn skrá sín sumarhús til leigu fyrir aðra félagsmenn gegn vægu gjaldi.