Örugg heimilaskipti með Intervac

Get ég treyst ókunnugum fyrir mínu heimili?

Það er skiljanlegt að þér sé spurn. Þegar allt kemur til alls þekkirðu varla neinn úr röðum Intervac og lítur auðvitað á tilvonandi skiptifélaga sem ókunnuga. Áður en þú ákveður við hverja þú skiptir, munu þið vera búin að skiptast á tölvupóstum eða símtölum til þess að kynnast og vita meira um fyrirkomulag og væntingar hvors annars. Áralöng reynsla sýnir að þegar sjálf heimilaskiptin fara fram mun þér ekki líða eins og þú sért að skipta við ókunnugt fólk, heldur vini sem verða gestir á heimili þínu.

Flestir Intervac félagsmenn eru um eða yfir miðjum aldri. Ráðsett vel menntað fjölskyldufólk; kennarar, listamenn, opinberir starfsmenn, fólk úr atvinnulífinu og eftirlaunafólk, sem er þokkalega efnað og virðir eigin eignir og annarra. Áður en skipti eru bundin fastmælum, fara ævinlega fram samskipti með t.d. tölvupóstum og símtölum. Traust, virðing og alúð einkenna heimilaskipti Intervac. Einnig er hægt að fá umsögn frá fyrrverandi skiptiaðilum eða nágrönnum.

Sýnilegar umsagnir félagsmanna

Skráningarkerfi okkar útdeilir vitnisburðum (ready-to-go, bronze, silver, gold og platinum) sem byggja á fjölda heimilaskiptasamninga hvers félaga. Að loknum heimilaskiptunum getur hver fyrir sig valið að vera til umsagnar um skiptifélaga sinn. Þessar umsagnir eru skráðar á síðu hvers félaga og ef þú vilt spyrja um ákveðinn félagsmann, er þér frjálst að hafa samband við þá sem leggja fram umsögn. Það krefst vissulega trausts að skiptast á heimilum en í Intervac má líka sannreyna áreiðanleika fólks.