Um Intervac heimilaskiptin

Við í Intervac heimilaskiptunum upplifum að heimilaskipti séu lífsstíll, ekki viðskiptaafl, heldur leið til að kynnast heiminum og eiga persónuleg tengsl við heimamenn. Félaganet okkar er hluti af skiptifélögum þar sem við sköpum minningar sem endast ævilangt.

Við höldum okkur við „engin auraskipti né punktasöfnun“ og erum staðráðin í að halda áfram að hlúa að öruggu svæði þar sem draumafríin verða til. Heimilaskiptasamfélagið okkar samanstendur af reyndum skiptifélögum um allan heim sem glaðir hjálpa öðrum að skapa draumaferðalagið á sveigjanlegan, hagkvæman og sjálfbæran hátt.

70 ár af heimilaskiptum

Þökk sé þér að við eigum svona litríka flóru félagsmanna, í þátíð, nútíð og framtíð. Intervac heimilaskiptin lifa fyrir þig!
Þúsundir heimilaskipta á hverju ári
Árið um kring dvelja félagsmenn Intervac á heimilum hvors annars; sjá um gæludýrin og blómin og njóta nágrennis skiptifélaga sinna. Samanlögð skipti félagsmanna í Intervac eru fleiri en 5.000 árlega. Og þannig hefur Intervac starfað frá árinu 1953! Þegar kemur að öryggi og gæðum, segja þessar tölur sína sögu um lífsgæði þess að ferðast með Intervac.
Umboðsmaðurinn í þínu landi
Við erum með þrjátíu og fimm umboðsmenn Intervac starfandi um allan heim. Flestir þeirra hafa stutt félagsmenn eins og þig með ráðum og dáð við að finna frábær heimilaskipti í yfir tuttugu ár eða lengur. Umboðsmenn Intervac heimilaskiptanna styðja félagsmenn í hvívetna, miðla góðum ráðum og eru til stuðnings ef eitthvað er óljóst eða þarf að laga í samskiptum á milli félagsmanna. Á Íslandi er íslenskur umboðsmaður og hann talar íslensku.
Margir 2. og 3ju kynslóðar skiptifélaga
Og vegna þess að við höfum verið starfandi í meira en 70 ár - og hugmyndafræðin okkar enn og ævinlega nýstárleg, erum við stolt af því að á meðal félagsmanna í dag eru ótal annarrar og þriðju kynslóðar Intervac félaga. Fullorðnir sem hafa upplifað reynslu af heimilaskiptum, fyrst sem börn og nú deila þau sinni reynslu með börnum sínum og barnabörnum.

Við erum upphafssamtök heimilaskipta

Saga Intervac

INTERVAC heimilaskiptin eru félagasamtök, stofnuð í Evrópu árið 1953 af nokkrum kennurum í Mið-Evrópu. Þeir áttu sameiginlegt að hafa góðan frítíma en minna fjármagn og fundu með heimilaskiptum leið til að geta ferðast á hagkvæman hátt. Aukaávöxtur þessara heimilaskipta reyndist síðan vinátta fólks yfir landamæri. Hugmyndafræði Intervac heimilaskiptanna hefur allar götur síðan, aðeins eflst - fyrst og fremst vegna ánægju félagsmanna með þeirra upplifun á heimilaskiptunum. Í dag bjóða INTERVAC heimilaskiptin upp á þjónustu sína um allan heim og auðveldar um 30.000 fjölskyldum heimilaskipti hvaðan æva að úr heiminum.

Nöfn okkar

Nafnið INTERVAC er búið til úr orðunum international og vacations og er skráð sem vörumerki í flestum löndum þar sem INTERVAC starfar.

Til dæmis: Við erum INTERVAC Austria í Austurríki og INTERVAC Canada í Kanada. Regnhlífasamtökin okkar - INTERVAC International - eru skráð sjálfseignarstofnun í Svíþjóð.

Meðlimir Intervac

Félagsmönnum Intervac heimilaskiptanna finnst gaman að ferðast og upplifa menningu annarra landa. Þeir vilja víkka sjóndeildarhringinn, hafa fjölbreyttan bakgrunn og ferðast ýmisst einir, sem vinir eða pör, fjölskyldur með ung börn og eftirlaunaþegar. Þeir njóta þess að eignast nýja vini samhliða því að njóta tilverunnar á nýjum stöðum og njóta góðs af heimilaskiptum.

Í hægð og af öryggi sinnum við okkar 30.000 félagsmönnum. Okkar velgengni byggir á ánægðum félagsmönnum. Intervac heimilaskiptin eru með umboðsmenn í 45 löndum um allan heim. Þinn umboðsmaður talar íslensku og býr á Íslandi. Við erum fyrir þig, til leiðbeiningar og ráðlegginga, þannig að þú megið njóta sem allra ánægjulegustu upplifunar á heimilaskiptum. Ef það er eitthvað sem þú vilt vita viljum við gjarna heyra frá þér.

Intervac býður mismunandi leiðir til heimilaskipta!

1. Klassísk heimilaskipti
Tveir félagsmenn koma sér saman um að eyða fríum sínum á heimilum hvors annars samtímis í umsaminn tíma. Enginn þriðji aðili.
2. Heimilaskipti á ólíkum tímum
Heimilaskipti á milli félagsmanna eiga sér stað á ólíkum tímum: Til dæmis kemur félagi A til félaga B að sumri og félagi B kemur til félaga A næsta vetur.
3. Ungmennaskipti
Youth exchange is an opportunity for young people (usually teenagers) to have an exchange stay with each other, thanks to the membership of their legal guardian, who are a member of Intervac.
4. Gestrisni
Félagsmenn opna heimili sín og bjóða fría gistingu til handa Intervac félagsmönnum, án heimilaskipta.
Megin áhersla okkar!

Okkar gildi


Mannleg samskipti
Í okkar heimilaskiptum eru engin stig í boðinu heldur raunveruleg tengsl og mannleg samskipti sem gjarna endast og endast.
Trúnaður
Við erum ekki stærstu heimilaskiptasamtökin í heiminum en við leggjum metnað okkar í að þjónusta félagsmenn okkar af mikilli elsku og alúð.
Reynsla
Við lítum á okkar miklu reynslu sem þann eiginleika sem gerir okkur að sérfræðingum númer eitt í heimilaskiptaheiminum.
Deilum auðnum
Við erum frumkvöðlar í deilihagkerfum nútímans og stuðlum að grænum, vistvænum og hagkvæmum leiðum til að ferðast um heiminn.

Taktu þátt í Intervac heimilaskiptunum!

Gerast áskrifandi að fréttabréfinu

Við notum fréttabréfið okkar til að miðla upplýsingum til félagsmanna. Má bjóða þér áskrift að fréttapósti Intervac heimilaskiptanna?

Segðu okkur hvað þér finnst

Ertu með spurningu, vantar aðstoð eða ertu með tillögu? Við erum til þjónustu fyrir þig til að hjálpa þér.

Deildu þinni sögu

Segðu okkur frá síðustu heimilaskiptum þínum svo lesendum okkar líði eins og þeir hafi verið þarna með þér.
70
ár af heimilaskipta reynslu
5000
heimilaskipti á meðal félagsmanna á hverju ári
35
Umboðsmenn Intervac heimilaskiptanna um allan heim