Við í Intervac heimilaskiptunum upplifum að heimilaskipti séu lífsstíll, ekki viðskiptaafl, heldur leið til að kynnast heiminum og eiga persónuleg tengsl við heimamenn. Félaganet okkar er hluti af skiptifélögum þar sem við sköpum minningar sem endast ævilangt.
Við höldum okkur við „engin auraskipti né punktasöfnun“ og erum staðráðin í að halda áfram að hlúa að öruggu svæði þar sem draumafríin verða til. Heimilaskiptasamfélagið okkar samanstendur af reyndum skiptifélögum um allan heim sem glaðir hjálpa öðrum að skapa draumaferðalagið á sveigjanlegan, hagkvæman og sjálfbæran hátt.
INTERVAC heimilaskiptin eru félagasamtök, stofnuð í Evrópu árið 1953 af nokkrum kennurum í Mið-Evrópu. Þeir áttu sameiginlegt að hafa góðan frítíma en minna fjármagn og fundu með heimilaskiptum leið til að geta ferðast á hagkvæman hátt. Aukaávöxtur þessara heimilaskipta reyndist síðan vinátta fólks yfir landamæri. Hugmyndafræði Intervac heimilaskiptanna hefur allar götur síðan, aðeins eflst - fyrst og fremst vegna ánægju félagsmanna með þeirra upplifun á heimilaskiptunum. Í dag bjóða INTERVAC heimilaskiptin upp á þjónustu sína um allan heim og auðveldar um 30.000 fjölskyldum heimilaskipti hvaðan æva að úr heiminum.
Nafnið INTERVAC er búið til úr orðunum international og vacations og er skráð sem vörumerki í flestum löndum þar sem INTERVAC starfar.
Til dæmis: Við erum INTERVAC Austria í Austurríki og INTERVAC Canada í Kanada. Regnhlífasamtökin okkar - INTERVAC International - eru skráð sjálfseignarstofnun í Svíþjóð.
Félagsmönnum Intervac heimilaskiptanna finnst gaman að ferðast og upplifa menningu annarra landa. Þeir vilja víkka sjóndeildarhringinn, hafa fjölbreyttan bakgrunn og ferðast ýmisst einir, sem vinir eða pör, fjölskyldur með ung börn og eftirlaunaþegar. Þeir njóta þess að eignast nýja vini samhliða því að njóta tilverunnar á nýjum stöðum og njóta góðs af heimilaskiptum.
Í hægð og af öryggi sinnum við okkar 30.000 félagsmönnum. Okkar velgengni byggir á ánægðum félagsmönnum. Intervac heimilaskiptin eru með umboðsmenn í 45 löndum um allan heim. Þinn umboðsmaður talar íslensku og býr á Íslandi. Við erum fyrir þig, til leiðbeiningar og ráðlegginga, þannig að þú megið njóta sem allra ánægjulegustu upplifunar á heimilaskiptum. Ef það er eitthvað sem þú vilt vita viljum við gjarna heyra frá þér.