Get ég treyst ókunnugum fyrir mínu heimili?
Það er skiljanlegt að þér sé spurn. Þegar allt kemur til alls þekkirðu varla neinn úr röðum Intervac og lítur auðvitað á tilvonandi skiptifélaga sem ókunnuga. Áður en þú ákveður við hverja þú skiptir, munu þið vera búin að skiptast á tölvupóstum eða símtölum til þess að kynnast og vita meira um fyrirkomulag og væntingar hvors annars. Áralöng reynsla sýnir að þegar sjálf heimilaskiptin fara fram mun þér ekki líða eins og þú sért að skipta við ókunnugt fólk, heldur vini sem verða gestir á heimili þínu.
Byggðu upp gagnkvæmt traust!
Flestir Intervac félagsmenn eru um eða yfir miðjum aldri. Ráðsett vel menntað fjölskyldufólk; kennarar, listamenn, opinberir starfsmenn, fólk úr atvinnulífinu og eftirlaunafólk, sem er þokkalega efnað og virðir eigin eignir og annarra. Áður en skipti eru bundin fastmælum, fara ævinlega fram samskipti með t.d. tölvupóstum og símtölum. Traust, virðing og alúð einkenna heimilaskipti Intervac. Einnig er hægt að fá umsögn frá fyrrverandi skiptiaðilum eða nágrönnum.
Þú þarft:
1. hafa birt skráningu þína, fullunna með myndum og lýsandi textum. Það verður líka að vera „opið fyrir skipti“.
2. hafa sent að minnsta kosti fimmtíu skiptibeiðnir til annarra félagsmanna.
3. gerðu umboðsmanninum viðvart um að þú farir fram á fría framlengingu áður en aðild þinni líkur.
Ábyrgð þessi gildir ekki ef um er að ræða riftun skiptasamnings (hver svo sem ástæðan er) og/eða ef um óviðráðanlegar aðstæður er að ræða.
Intervac International
Félagsmenn okkar fá markvissa viðurkenningu fyrir hver heimilaskipti (klár í skiptin, brons, silfur, gull og platína). Hún byggir á fjölda staðfestra heimilaskipta sem félagsmennirnir hafa gert. Viðurkenningin birtist á skráningu félagsmanna.
Eftir að félagsmaður kemur heim úr fríinu getur hann valið að vera til umsagnar um skiptifélaga sinn. Þessar umsagnir birtast á skráningu skipitfélagans. Þetta tákn á skráningu Intervac meðlima sýnir að viðkomandi er með skráðar umsagnir. Ef þú vilt spyrjast fyrir um væntanlega skiptifélaga, máttu setja þig í samband við fyrri skiptifélaga hans; spyrja hvernig skiptin hafi gengið og hvort þeir hafi verið ánægðir. Já, það er mikið traust sem fylgir heimilaskiptunum og með Intervac geturðu líka staðfest traustið.
![]()
Til lukku! Til hamingju með afmælið!
Við eigum ótal frábærar upplifanir af ferðum í gegnum Intervac. Eins og er getum við ekki skipt en í náinni framtíð munum við örugglega gera það aftur. Upp, upp mín sál
- George Dikker (Írland)
![]()
Óvanaleg og einstaklega notaleg leið til að ferðast
Fyrir um 40 árum fann ég grein í dagblaðinu La Repubblica þar sem höfundurinn greindi frá því að til væri mjög óvenjuleg og skemmtilegur ferðamáti: Intervac heimilaskiptin. Ég klippti greinina út úr blaðinu, lagði það frá mér og hugsaði: „Einn daginn mun ég taka þátt í þessu Intervac“. 15 árum síðar fann ég greinina í bók…og ég leitaði að Intervac (fyrir tíma internetsins…) og komst að því að samtökin væri enn á lífi.
- Paolo Vallarano (Ítalía)
![]()
Við nutum þess alltaf
Konan mín og ég vorum grunnskólakennarar þegar við heyrðum um Intervac í TES. Við lögðum á okkur að hitta konu nálægt Derby sem hafði skipt á heimilum nokkrum sinnum. Okkar fyrstu skipti voru árið 1973 með ferð til Flórída. Á næstu tíu árum fórum við nokkrum sinnum til Bandaríkjanna, Kanada og Evrópu. Einu sinni birtist eftir okkur grein í Readers Digest og eins fórum við í nokkur útvarpsviðtöl. Við höfum ævinlega notið skiptanna til hins ítrasta og teljum Intervac fríin okkar á meðal þessa besta sem við höfum upplifað. Gæfa og gott gengi í framtíðinni.
- Bert Hague (Stóra-Bretland)
![]()
Okkur líkar einstaklega vel að ferðast með þessum hætti
Við eigum frábærar minningar frá tímum Intervac bæklinganna þar sem við flettum í gegn og fundum sumarleyfisstaðina með börnunum okkar. Yngsta dóttir okkar Emilie var 4 ára og varð 41 árs í júní...Við höfðum samband í gegnum síma og póst. Við fórum til Bandaríkjanna. Fyrst til Manchester-by-sea, Massachusetts. Hjá fólki sem vann fyrir dagblaðið "The Globe". Þessi litli bær er staðsettur nálægt Boston sem er mjög falleg stórborg. Emilie hitti Gretu á ströndinni á "Singing Beach". Við eignuðumst vini "The Beans" Svo var það Thomaston nálægt Augusta í Maine hjá heiðursmanni að nafni Lafayette. Við máttum nota bæði bátinn hans og Cherokee jeppann. Mjög fallegt svæði líka. Við áttum líka frábær skipti á Sardiníu. Einnig í fjallaskála í Sviss. Heimsóttum Róm, stórkostleg borg. Svo nýlega í Annecy, Uzès, Aix en Provence. Okkur líkar mjög vel við þennan lífsstíl sem gerir okkur kleift að ferðast og búa, eins og heima, í húsum þar sem virðing og samskipti haldast í hendur við algjört traust.
- Françoise and Renald Giai-Minietti (Frakkland)
![]()
Vorum að koma heim eftir okkar fyrstu Intervac heimilaskipti
Við erum nýkomin heim úr okkar fyrstu Intervac heimilaskiptum. Við skiptum á heimili við par frá Mississauga (Kanada) og þvílík dásemdar upplifun: aðlaðandi fólk, örlátt og tók vel á móti okku, fallegt heimili, frábær bíll. Þegar við urðum að framlengja dvöl okkar vegna öskuskýsins, andmæltu þau engu heldur þvert á móti. Fyrir okkar fyrstu kynni af Intervac, höfum við verið meira en heppin; við nutum dásamlegrar blessunar!!!
- Jacques og Greet (Belgíu)
![]()
Sparaði $10,000+ í hótel og bílaleigukostnaði
Ég er hér þótt ótrúlegt sé í, La Ciotat, Frakklandi einni húsaröð frá ströndinni í dásamlegu litlu þorpi sem hefur allt. Eigendurnir eru á mínu heimili í San Diego Tækifærin sem Intervac býður upp á eru frábær . Roberte and Jacques höfðu samband við mig og sagan skrifuð. Innilegar þakkir Intervac . Við erum að spara okkur yfir 10þús $ í hotel og bílaleigubílakostnað. Fantastik!
- Bill Zimmerman
![]()
Mjög ánægð!!! Mælum eindregið með Intervac
Við höfum skipt 4 sinnum með Intervac og höfum talað við mjög marga, líklega komin yfir kvótan fyrir San Franscisco, Samt sem áður hér erum við aftur og aftur.
- Carol Livingston
![]()
Dásamleg heimilisskipti á Ítalíu.
Fjölskyldan í Bologna sem við skiptum á misjöfnum tímabilum, var dásamleg við dvöldum þar í viku og þau munu koma hingað seinna í sumar.
- Angie Keller
![]()
Meiri hreyfing í Evrópu en samkeppni.
Gerðumst félagsmenn aðeins fyrir viku, höfum þegar tilboð frá Finnlandi, tvö frá Svíþjóð eitt frá Swiss og tvö frá Frakklandi.Lítur út fyrir að við skiptum í miðborg Parísar.Hin samtökun sem við gerðumst félagsmenn hjá, komu ekki með nein tilboð! Þakka ykkur Intervac!!! Þakkir ykkur fyrir ánægjulega hveitibrauðsdaga, okkar draumar rættust!
- Gordon & Kathy Poulson
![]()
Sex skipti á einu ári
Ykkar þjónusta er frábær.Við höfum skipt 3.og bíðum okkar 4.,5. og 6., innilegar þakkir 6..
- Siri Richar
![]()
61 heimilisskipta tilboð á einu ári!
Við fengum 61 tilboð á einu ári, og væntum sambærilegum fyrir næsta tímabil,sem bíður upp á gott val á heimilum til skipta og að kynnast nýjum vinum í einhverju landshorni.
- George Rausch
![]()
Fjögur heimilisskipti í Frakklandi.
Þið bjóðið frábæra þjónustu, okkar heimilisskipti - þau fyrstu í Amsterdam, og síðustu 4 í Frakklandi hafa bæði verið spennandi og dýpkandi and og við hlökkum til að skipta aftur næsta sumar.
- Denis Clifford & Naomi Puro
![]()
Spánn, Frakkland, Oregon og lengra talið!
Ykkar tilboð eru frábær. Við höfum verið á Spáni, Frakklandi og Oregon. Öll skiptin með fólki sem er með í öllu, sem virða og kunna að meta hvað þarf til að hafa góð skipti. Ég þakka ykkur það. Þið hafið gert það mögulegt fyrir okkur að fá frábæra reynslu.
- Steve Plesa
![]()
Intervac friends from all over the world
My husband and I have already completed more than 35 exchanges, some of them privately, and already 25 with Intervac. We\’re absolutely delighted with this way of travelling and getting to know different countries, peoples and cultures. I think that exchanging houses is not only a way of travelling but also of opening minds, hearts and “homes” to the “other”. That is to say, we share what is our most precious treasure, our refuge in life. This fact helps us without any doubt to reject prejudices and to become more tolerant and universal. When we get back home, we always experience a great sense of gratitude.
- Marisa Garcia, Spain
![]()
Annarrar kynslóðar heimilaskipti
Okkar fyrstu skipti. Ég kannast vel við hugtakið, þar sem barn skipti fjölskylda mín 3. sinnum frá Boston við London, Laguna Beach og Nýfundnaland. Dásamlegar minningar!
- Jennifer Shepherd
![]()
Ég hef notið mikillar ánægju með Intervac
Ég hef notið mikillar ánægju með Intervac. En á síðasta ferðalagi mínu til Prag í Tékklandi, þar sem ég hafði verið á hóteli, gat ég ekki haldið ferð minni áfram vegna öskuskýsins. Þá fékk ég frábæran stuðning frá Intervac vinum okkar CZ837023 Pavel Cingl og hans fögru konu Simona (og Oliver). Frábært fólk, stórt hjarta, elskuleg og hjálpleg og skildu aðstöðu okkar (ég og 11 ára gamall frændi minn)... Takk Intervac! Þakka ykkur góðu Intervac meðlimir.
- Maria Georgina Alves (Portúgal)
Home From Home er grípandi frásögn af fyrstu íbúðaskiptum írskrar fjölskyldu. Skrifin eru skemmtileg og gefur höfundur glögga mynd af óvenjulegum aðstæðum sem íbúðaskipti geta leitt til. Það jafnast ekkert á við heimilaskipti!
Intervac í Frakklandi fékk líka ritaða fína grein í "Le Progrès". Frábært framtak og kærar þakkir til skipuleggjanda okkar í Frakklandi, Kristinu Caillaud.
Sumarfríið nálgast og þá er lag að finna heimilaskipti sem verður stöðugt léttara, jafnvel í Umbria. Við fórum til Casteldilago.
Heimilaskipti. Ný leið til að njóta í fríinu. Grunnurinn er löngunin til að kynnast kjarna nýrra staða sem þú færð að kynnast og um leið að treysta öðrum. Það gerðist í Umbria. Dario Tomassini var í Casteldilago, Terni héraði, þar sem hann tók viðtöl við nokkra félagsmenn og Emanuela Zara, umboðsmanns Intervac heimilaskiptanna á Ítalíu.