Notkunarskilmálar — ábyrgð Intervac

Síðast uppfært: 18. maí 2018

Velkomin(n) í Intervac!

Með því að nota vefsvæði Intervac sem meðlimur (eins og hér er skilgreint) gengst þú undir þessa skilmála. VINSAMLEGAST LESTU SKILMÁLANA VANDLEGA. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála eða persónuverndarstefnu okkar skaltu ekki nota vefsvæðið eða nokkra þá þjónustu sem Intervac býður upp á.

Grunnreglur

 1. Þú hefur aðeins leyfi til að nota vefsvæðið ef þú hefur náð 18 (átján) ára aldri.

 2. Við vinnum stöðugt að því að bæta þjónustu okkar og þróa nýja eiginleika til að gera vefsvæði okkar betra fyrir þig og samfélag okkar. Því gætum við þurft að uppfæra þessa skilmála af og til svo þeir endurspegli þjónustu okkar og starfshætti á réttan hátt. Nema lög kveði á um annað taka þessar breytingar gildi gagnvart þér ef þú heldur áfram að nota vefsvæðið eftir að breytingarnar hafa verið birtar. Við látum þig vita um allar breytingar á þessum skilmálum með því að breyta dagsetningunni í línunni „Síðast uppfært“ efst í þessum skilmálum. Við biðjum þig að yfirfara allar breytingar og að hætta notkun vefsvæðisins ef þú samþykkir þær ekki.

Siðareglur meðlima

 1. Þér ber að sýna sanngirni og heiðarleika í öllum samskiptum þínum við Intervac og aðra meðlimi. Sér í lagi gildir eftirfarandi:

  1. Þú berð ábyrgð á því að heimilinu sem þú býður til skipta sé lýst ítarlega og nákvæmlega í texta og myndum í skráningunni.
  2. Ef þú gengst í samningaviðræður við aðra meðlimi ber þér að gera það í góðri trú og með það að markmiði að skiptast á heimilum sem meðlimur í áskrift.
  3. Þér ber að gæta að sannsögli, heiðarleika og sanngirni í öllum slíkum samningaviðræðum.
  4. Þér ber að sýna prúðmennsku og kurteisi í öllum samskiptum við aðra meðlimi og svara öllum réttmætum beiðnum sem berast.
  5. Þú mátt ekki birta eða senda meðlimum nokkurt efni, svo sem texta eða myndir, sem kann að varða við lög, er móðgandi, felur í sér mismunun eða blekkingu eða brýtur á réttindum annars aðila (þ. á m. en takmarkast ekki við hugverkarétt og rétt einstaklings til persónuverndar og gegn því að nafn hans eða persóna sé notuð í auglýsingaskyni).
  6. Þú mátt ekki hlaða inn vírusum eða spillikóða eða gera nokkuð sem gæti stöðvað, íþyngt eða hindrað virkni eða útliti vefsvæðisins.
  7. Þú mátt ekki nálgast eða safna gögnum af vefsvæði okkar með sjálfvirkum hætti eða reyna að nálgast gögn sem þú hefur ekki heimild til að skoða.
  8. Þér ber að halda trúnaði öllum stundum um allar þær upplýsingar sem þú kemst í tæri við á vefsvæðinu og allar aðrar upplýsingar sem þú nálgast frá meðlimum.
 2. Þú mátt ekki haga þér þannig að það komi með nokkru móti óorði á Intervac.

 3. Intervac áskilur sér rétt til að segja upp áskrift meðlima af hvaða ástæðu sem er, þar á meðal, en takmarkast ekki við, brot á þessum notkunarskilmálum eða persónuverndarstefnunni. Uppsögnin fer fram að okkar geðþótta, án endurgreiðslu.

Skráningin þín

 1. Þér ber að tryggja eftirfarandi:

  1. að fasteignin sé laus til heimilaskipta
  2. að fasteignin sé hrein
  3. að fasteignin hafi enga áhættu í för með sér fyrir þá sem þar dvelja
  4. að öll aðstaða sé eins og lýst er í skráningu fasteignarinnar og að allur búnaður virki sem skyldi
 2. Fasteignin skal vera tryggð að fullu gagnvart bruna, þjófnaði og tjóni vegna óhappa. Ef svo er ekki ber þér að tilkynna skiptifélaga þínum um það skriflega áður en skrifað er undir heimilaskiptasamning.

 3. Ef boðið er upp á ökutæki sem hluti af heimilaskiptunum

  1. Þér ber að gæta að ökutækið sem þú býður til skipta sé í góðu starfhæfu ástandi og uppfylli allar lagalegar kröfur
  2. Þú ábyrgist að ökutækið sé vátryggt að fullu, nema þú hafir samið við skiptifélaga þinn um annað

Umgengni fasteignar

 1. Meðlimir skulu gæta þess að ganga vel um fasteignir annarra öllum stundum og sérstaklega gildir eftirfarandi:

  1. Þér ber að halda fasteign skiptifélaga þíns öruggri öllum stundum, eins og skynsamlegt þykir, og uppfylla skilmála allra tryggingasamninga sem og þær óskir sem eigendur hafa látið í ljós;
  2. Þú ábyrgist allar óvátryggðar skemmdir sem þú veldur á skiptihúsnæðinu, einnig séu þær til komnar vegna vanrækslu.

Gæludýr

 1. Þér ber skylda til að ganga úr skugga um að öll gæludýr séu, eftir þinni bestu vitund, laus við meindýr, orma og flær, bólusett og á annan hátt heilsuhraust og hrein.

 2. Þér ber einnig að tryggja að þau svæði fasteignarinnar sem gæludýr hafa aðgang að séu þrifin.

 3. Þér ber skylda til að uppfylla ítrustu kröfur við umönnun gæludýra.

Ábyrgð í samningaviðræðum

 1. Þú berð einn ábyrgð á öllum samningaviðræðum um heimilaskipti við aðra meðlimi.

 2. Þeir meðlimir sem eiga beinan hlut að tilteknum heimilaskiptum bera ábyrgð á því að leysa allan ágreining sem upp kann að koma vegna notkunar á vefsvæðinu.

 3. Intervac býður upp á aðstoð við að leysa ágreiningsmál sem upp koma milli meðlima, en tekur ekki ábyrgð á útkomu viðræðnanna.

 4. Intervac getur sagt upp eða lokað á áskrift meðlima, tímabundið eða til frambúðar, sem eiga í ágreiningi sem ekki hefur verið leiddur til lykta. Engar endurgreiðslur eiga við ef til slíkrar lokunar eða uppsagnar kemur.

Heimilaskiptatrygging

 1. Við erum svo viss um að þú munir finna skiptifélaga hjá okkur að ef þú hefur ekki lokið neinum heimilaskiptum fyrsta árið sem þú ert með fasteign þína á skrá hjá okkur framlengjum við áskrift þína um annað ár, þér að endurgjaldslausu.

 2. Skilyrði tryggingarinnar:

  1. Þú verður að hafa birt skráninguna þína, lokið við hana að fullu með myndum og lýsandi texta, og hún verður að vera opin til heimilaskipta.
  2. Þú verður að hafa sent að minnsta kosti fimmtíu beiðnir um heimilaskipti til annarra meðlima.
  3. Þú verður að láta umboðsmann heimalands þíns vita ef þú hyggst óska eftir ókeypis framlengingu áskriftar áður en henni lýkur.

Riftun skiptasamnings

 1. Til þess að rifta undirrituðum skiptasamningi er NAUÐSYNLEGT að gefa upp gilda og brýna ástæðu fyrir riftuninni, svo sem dauða, veikindi eða aðrar ófyrirséðar og óviðráðanlegar aðstæður.

 2. Þér ber að tilkynna umboðsmanni heimalands þíns áður en þú riftir heimilaskiptasamningi, og gefa meðal annars upp ástæður riftunarinnar. Þetta skal gert um leið og í ljós kemur að rifta þurfi skiptasamningnum.

 3. Þér ber að greiða allan kostnað skiptifélaga þíns sem rekja má til þess að þú hættir við heimilaskipti við hann, án þess að hafa fyrir því ástæðu sem umboðsmaður heimalands þíns tekur gilda, og áskrift þinni kann að vera sagt upp.

Takmarkanir á ábyrgð

 1. Intervac ber einungis ábyrgð á því að birta heimilisskráningar meðlima sinna á vefsvæði sínu.

 2. Heimilaskipti hjá Intervac byggjast á gagnkvæmu trausti. Intervac sannreynir ekki hvort fasteignirnar sem boðið er upp á eru til eða rétt skráðar, ber ekki ábyrgð á nákvæmni heimilisskráninganna eða gjörðum meðlimanna og afsalar sér allri ábyrgð á nákvæmni, innihaldi eða aðgangi að upplýsingum sem birtar eru í gegnum þjónustuna eða tengla á vefsvæðinu.

 3. Intervac ber ekki ábyrgð á nokkrum atvikum sem upp koma vegna heimilaskipta.

 4. Að því marki sem lög leyfa afsölum við og umboðsmenn okkar allri ábyrgð á nokkru tapi, fjárhagstjóni eða skemmdum (beinum, óbeinum, tilfallandi eða annars konar) sem þú veldur sem afleiðing af notkun þinni á vefsvæði okkar.

Aðgengileiki skráningar og uppsögn reiknings

 1. Meðlimir geta merkt skráningu sína sem í boði eða ekki í boði, hvenær sem er og án viðbótargjalds, með því að skrá sig inn og velja viðkomandi valkost á stjórnborðinu.

 2. Ef meðlimur ákveður að binda enda á áskrift sína getur hann notað verkfærið til að eyða aðgangi sem í boði er undir „Nytsamar slóðir“ á stjórnborði notanda.

 3. Meðlimir fá ekki endurgreitt ef þeir segja upp áskrift sinni.

Skilgreiningar

„Virk áskrift“ merkir staða sem meðlimur í prufuáskrift, meðlimur í áskrift eða meðlimur með útrunna áskrift sem hefur skráð sig inn á vefsvæðið síðustu 12 mánuði eða þá að gildistíminn er ekki útrunninn.

„Heimilaskipti“ merkir það að gera heimili þitt eða annað gistirými (eins og lýst er í skráningunni þinni) aðgengilegt skiptifélaga þínum. Að sama skapi gerir skiptifélagi þinn heimili sitt eða gistirými aðgengilegt þér. Þetta getur átt sér stað samtímis eða ekki.

„Heimilaskiptasamningur“ merkir samningurinn sem þið skiptifélagi þinn gerið í kjölfar notkunar á vefsvæðinu.

„Skiptifélagi“ merkir meðlimur sem þú átt í heimilaskiptum við.

„Gestgjafi“ merkir meðlimur sem býður fram afnot af fasteign sinni til annars meðlims í kjölfar heimilisskiptasamkomulags sem gert er í samræmi við þessa skilmála.

„Gestur“ merkir meðlimur sem notar fasteign sem er í eigu gestgjafa, í kjölfar skiptasamkomulags sem gert er í samræmi við þessa skilmála.

„Gestur vefsvæðisins“ merkir einstaklingur sem notar vefsvæðið en er ekki virkur meðlimur.

„Skráning“ merkir framsetning fasteignar á vefsvæðinu. Hver skráning er með eigið auðkennisnúmer á vefsvæðinu.

„Meðlimur með útrunna áskrift“ er einstaklingur sem hefur verið í áskrift hjá Intervac en gildistími áskriftarinnar er liðinn.

„Meðlimur“ merkir meðlimur í áskrift eða meðlimur í prufuáskrift.

„Samningaviðræður“ merkir hverjar þær samningaviðræður sem fara fram munnlega eða skriflega, þar á meðal, en ekki eingöngu, í gegnum skilaboð á vefsvæðinu og tölvupóst.

„Meðlimur í áskrift“ er einstaklingur sem hefur greitt áskriftargjald Intervac sem ekki er útrunnið.

„Gæludýr“ merkir hundur, köttur eða annað gæludýr, og getur átt við hvaða dýr eða fugla sem er sem haldnir eru á fasteign meðlims, garði hans eða nágrenni.

„Fasteign“ merkir hver sú fasteign sem meðlimur birtir á vefsvæðinu. Tegundir fasteigna geta verið, en takmarkast ekki við, einbýlishús, raðhús, íbúðir, fjölbýlishús, báta, húsbíla og hvers konar aðra fasteign sem með góðu móti má ætla að nýtist sem gistirými og sem þú hefur lagalegan og samningsbundinn rétt til að bjóða fram.

„Umboðsmaður“ og „umboðsmaður heimalands“ merkir fulltrúi eða umboðsmaður fyrir Intervac í tilteknu landi eða svæði.

„Meðlimur í prufuáskrift“ er einstaklingur sem er í ókeypis áskrift að Intervac sem ekki er útrunnin.

„Vefsvæði“ merkir netsíðan sem er á vefslóðinni www.intervac-homeexchange.com og öll tengd heimilaskiptaþjónusta sem Intervac International hefur umsjón með.

„Við“ og „samtökin“ vísar til Intervac og

„Þú“ merkir hver sá meðlimur eða gestur sem notar einhverja af vefsvæðum samtakanna og/eða fær aðgang að einhverri þjónustu þeirra.

Ef orð kemur fyrir í fleirtölu eða aukaföllum er það jafngilt sama orði í nefnifalli eintölu.

Sé vísað til málfræðilegs kyns einhvers aðila gildir tilvísunin einnig um önnur kyn.

Fyrirsagnir eru einungis birtar til þægindaauka og hafa ekki áhrif á túlkun reglnanna sem hér koma fram.