Intervac - frábær tækifæri

Einstök leið til að upplifa heiminn! Intervac er ekki bara eitthvað fyrirtæki - heldur öllu meira lífsstíll sem upphafsmenn okkar uppgötvuðu. Síðan 1953 höfum við verið í fararbroddi og miðlað heimilaskiptum milli fjölskyldna, einhleypra og eftirlaunaþega. Innan okkar samtaka starfa umboðsmenn landanna saman og stuðla að því að þú finnir heppilega skiptifélaga og að fríið þitt verði áhyggjulaust og skemmtilegt. Horfðu á myndbandið til að fá nasasjón af því sem Intervac býður.
