Heimilaskipti eru veraldarvæn

Við trúum því að auk þess að upplifa einstaka ferðareynslu, hafi heimilaskipti í för með sér minna álag á umhverfið t.d. með því að draga úr þörf fyrir uppbyggingu á fjölförnum ferðamannastöðum og stuðla að betri nýtingu innviða. Heimilaskiptafjölskyldur styðja við verslun og þjónustu í héraði. Hinn sívaxandi fjöldi áhugafólks um heimilaskipti stuðlar með margvíslegum hætti að ábyrgari ferðamennsku.

Heimilaskipti og nærumhverfið

Með heimilaskiptum eflum við staðbundna verslun og þjónustu. Ábyrg og umhverfisvæn ferðamennska sem er grunnurinn að starfi Intervac heimilaskiptanna, er helsta ástæða þess að áhugi á heimilaskiptum eykst stöðugt í heiminum.

Heimilaskipti - hið fullkomna deilihagkerfi

Deilihagkerfið nýtur mikilla vinsælda á okkar dögum. Þar er áherslan á að lána hluti í stað þess að kaupa þá. Í Intervac heimilaskiptunum höfum við verið að gera þetta síðan árið 1953 - verið brautryðjendur þessarar umhverfisvænu hugsunar. Í stað þess að kaupa eða leigja bústað... af hverju ekki bara að fá hann lánaðann?