Útbúðu skráningu þína

Um leið og þú hefur skráð þig hjá Intervac getur þú skráð þig inn á vefinn okkar og búið til þitt eigið heimasvæði. Það er mikilvægt að setja inn allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að það verði sýnilegt öðrum. Svo er næst....

Þegar þú hefur skráð þig inn á heimasvæðiö þitt sérðu dálkinn "Skráningin mín" vinstra megin á síðunni neðan við appelsínugula kassann. Byrjaðu á að smella á "Breyta eigin skráningu"

Fylltu í reitina eins og við á og ekki sleppa neinum stjörnumerktum reit. Settu inn óskir um ferðadagsetningar, upplýsingar um fjölskyldu og nágrenni þitt. Ekki gleyma að vista það sem þú skráir með því að smella á appelsínugula hnappinn efst eða neðst á síðunni.

Óskalisti áfangastaða þinna

Undir "Skráningin mín" geturðu smellt á "Óskalisti áfangastaða" til að kynna öðrum félagsmönnum hvert þú vilt fara. Með því að velja "Opin fyrir öllum löndum" er allt opið en auk þess getur þú skráð eins mörg lönd, héruð og borgir og þig lystir. Því fleiri staði sem þú velur þér, þeim mun líklegra er að þú komir fram í leit annarra þegar þeir leita frá sínu heimasvæði og merkja við "Breytið leit".

Merkið með Google merkinu

Undir "Skráningin mín" er að finna hlekk til að skrá inn heimili þitt á Google Maps; "Merkið með Google merkinu". Þetta uppfærist sjálfkrafa en hægt að handstilla ef um er að ræða eign sem er ekki á sama stað og heimilisfangið þitt, eins og sumarbústaður þinn eða annað húsnæði.

Að setja inn texta og myndir

Það getur verið gott að líta yfir skráningar annarra. Safnaðu síðan saman myndum af heimili þínu, fjölskyldu og gæludýrum, nágrenni og umhverfi. Þú hleður þeim síðan inn á heimasvæðið þitt og skrifar inn aðlaðandi lýsingartexta eins og við á. Þú gerir það undir hlekknum "Skráið texta og myndir" undir "Skráningin mín".

Samband við væntanlega skiptifélaga

Skilaboðaskjóðan okkar gerir þér kleift að senda fyrirspurnir með því að smella á "Sendið skilaboð" til hvers sem þú óskar, þegar þú ert innskráð/ur. Þú færð sjálfkrafa sent afrit af skilaboðunum í netpóstinn þinn.

Skráðu þig inn til þess að svara þeim pósti sem þér hefur borist! Þú getur búið til ótakmarkaðan fjölda staðlaðra texta sem þú getur notað að vild.

Fyrir hver ný skipti sem þú hefur hug á að stofna til, skaltu búa til staðlað skeyti með kynningu á þér og fjölskyldu þinni handa mögulegum skiptifélögum þínum. Hafðu með áhugaverðar upplýsingar um heimili þitt og umhverfi og taktu fram þær dagsetningar sem þú ert með í huga.

Hafðu tiltæk nokkur stöðluð svarskeyti til þess að bregðast fljótt við þeim fyrirspurnum sem þér berast. Eitt getur verið fyrir tilboð sem þú hefur engan áhuga á og annað fyrir tilboð sem freista þín en henta ekki að sinni en gætu komið til greina á öðrum tíma. Þegar þú færð fyrirspurn frá öðrum meðlimi er auðvelt að setja inn slíkan texta og breyta að vild eins og við á hverju sinni.

Þú getur einnig útbúið staðlað skeyti til að nota á fyrstu stigum samskipta vegna væntanlegra heimilaskipta. Fleiri ráð vegna heimilaskiptasamninga finnur þú undir hlekknum "Ábendingar og gátlisti" undir Hagnýtar tengingar.

Taktu saman upplýsingar fyrir skiptifélaga þinn

Komdu við á upplýsingamiðstöð ferðamanna og búðu til upplýsingapakka með bæklingum frá söfnum, leikhúsum og öðru áhugaverðu efni.

Gefðu þér tíma til þess að hugsa nágrenni þitt út frá augum gestanna. Hvað er aðlaðandi við svæðið? Safnaðu saman lista yfir veitingastaði ásamt upplýsingum um veitingaframboð þeirra. Bættu við listann matvöruverslunum og verslunarmiðstöðvum. Hluti af ánægju heimilaskiptanna er fólgið í því að gera eins og heimamenn. Veittu þeim upplýsingar um notkun almenningssamgangna og reiðhjóla.

Skoðaðu heimili þitt með augum gestsins. Eru einhver einföld atriði sem gætu verið til þæginda? Virkar allt eins og það á að gera?

Hafðu samband við tryggingarfélagið þitt vegna heimilistrygginga og vegna bílsins - ef þið skiptið honum líka - til að vera viss um að allt sé í lagi.

Gefðu gestunum upp heimasíður t.d. leikhúsa, kvikmyndahúsa o.þ.h. svo þeir geti áttað sig á dagskrá og opnunartímum á meðan á dvöl þeirra stendur.