Að hugleiða heimilaskipti
Nú ertu komin svona langt og ert sennilega farin að spá í hvað þú þarft að hafa í huga í tengslum við fyrstu heimilaskiptin þín. Í fyrstu eru það ótal hlutir sem þarf að huga að en í framhaldinu, þegar kemur að næstu skiptum, verður undirbúningurinn mun auðveldari. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman lista yfir atriði sem styðja þig í undirbúningnum.
Hvernig finn ég æskilegan skiptiaðila?
Fyrst og fremst er mikilvægt að hafa frumkvæði að því komast í samband við aðra félagsmenn. Við reynum að auðvelda þér það. Félagsmenn hafa beint samband hverjir við aðra með fyrirspurnum um heimilaskipti. Oft fær fólk margar fyrirspurnir áður en það gerir upp hug sinn um hvern þeir vilji skipta við. Á vef okkar eru margvíslegir skiptimöguleikar í boði.
Hvernig get ég verið viss um að heimilaskiptin séu sanngjörn?
Margir skiptiaðilar með stór hús eru oft sáttir við að skipta á smærra húsnæði, t.d. íbúð í miðri París, Róm, Reykjavík eða San Fransiskó. Aðrir leita að fábrotnu afdrepi fjarri öllum skarkala. Skiptin eru "jöfn" þegar báðir aðilar eru sáttir við samkomulagið.
Hver myndi vilja vera í okkar hluta landsins?
Það gæti komið ykkur á óvart. Takið smá tíma til að skrifa auka texta með skráningu ykkar til að kynna ykkar nágrenni og af hverju ykkur þykir gott að búa þar. Lýsið því sem ókunnugir gætu gert og skoðað á svæðinu og hugsið út fyrir kassann. Ekki má gleyma að viðkomandi eru í fríi og hafa tíma til að skoða sig vel um. Kannski var það alltaf leyndur draumur heimilisföðurins að komast í dagróður eða kynnast með öðrum hætti lífinu við sjávarsíðuna á norðurslóð. Allir búa við eitthvað áhugavert þó ekki sé annað en hið ókunna eða t.d. þögn. Þá eru náttúruunnendur, s.s. fuglaskoðarar og jarðfræðiáhugamenn fjölmargir.
Hvað með skipti á bílum?
Oft eru skipti á bílum mikilvægur hluti skiptasamningsins, en alls ekki alltaf. Það er gott að gera sér grein fyrir því hvort manni þyki þægileg tilhugsun að vera á bíl í New York eða London.
Þegar kemur að tryggingum ná venjulega tryggingar þínar á bílnum yfir alla sem keyra bílinn. Sé svo ekki er væntanlega hægt að kaupa viðbótartryggingu fyrir skiptatímabilið. Það er mikilvægt að fá staðfestingu á þessu hjá tryggingafélaginu og gera samkomulag við skiptifélaga þinn um hvernig ábyrgð og bótaskyldu verði háttað.
Talandi um tryggingar, hvað með tryggingar á heimilinu mínu?
Þið ættuð að kanna tryggingaskilmála ykkar og láta vita að það verða gestir heima á meðan þið eruð í burtu. Flest tryggingafélög eru á því að líklegra er að brotist verði inn í ómannað heimili en hið mannaða og því séu þau sátt við að það verði ekki tómt á meðan þú ert að heiman. Spurðu eftir því hvort það sé eitthvert sérstakt samkomulag sem þú átt að gera og ekki gleyma að láta skiptifélaga þinn vita um mikilvæga tryggingarþætti eins og að læsa hurðum, þjófavarnarkerfi o.þ.h. Þetta ætti allt að koma fram í upplýsingunum um heimili þitt sem þú lætur gesti þína fá.
Umboðsmaðurinn þinn
Þrjátíu og fimm umboðsmenn starfa á vegum Intervac um allan heim og flestir þeirra hafa yfir 20 ára reynslu. Þeir eru öllum hnútum kunnugir og leggja sig fram um að aðstoða félagsmenn í hvívetna. Umboðsmaður Intervac er staðsettur á Íslandi og talar íslensku.
Góðar leiðbeiningar og aðstoð á vefnum
Við bjóðum góðar leiðbeiningar fyrir heimilaskipti sem eru uppfærðar reglulega í ljósi reynslu umboðsmanna og annarra félagsmanna. Vefurinn okkar er hlaðinn upplýsingum og hjálpartextum sem kemur sér vel ef þú lendir í öngstræti um miðja nótt.
Við erum með sérþarfir, getum við samt skipt á húsnæði?
Skráning í Intervac býður upp á ótal möguleika vegna heimilaskipta. Allt frá reykleysi til aðgengis fyrir fatlaða, frá gæslu gæludýra til einkasundlaugar. Þú getur sett ótakmarkað magn af texta í skráningu þína. Skráðu óskir þínar, þarfir og væntingar svo að góður skiptifélagi (sem er einmitt að leita að félaga eins og þér) geti fundið þig.
Hvernig byrja ég?
Þetta er einfalt, byrjaðu á að fylla út skráningarformið og greiddu aðildargjaldið eða veldu að njóta prufuaðildarinnar frítt ef þú ert ekki alveg viss. Hún gildir í 21 daga og veitir þér fullan aðgang að vefsetri okkar. Skráðu þig síðan inn og haltu áfram með þína eigin persónulegu skráningu. Hún verður sýnileg öðrum meðlimum Intervac þegar þú hefur fyllt í umbeðna reiti.
Skráningum í Intervac er ætlað að setja fram skýra mynd af lífi þínu, fjölskyldunni og hvert og hvenær þið viljið ferðast. Persónulegar óskir eins og reykleysi eða engin gæludýr ætti einnig að vera sýnilegt í skráningu þinni. Koma svo!