Heimilaskipti með Intervac

Það er auðvelt að skipta á heimili við meðlimi Intervac. Þegar þú hefur skráð þig inn og sett inn upplýsingarnar þínar getur þú strax farið að svipast um eftir mögulegum skiptifélögum. Félagsgjaldið þitt nær yfir ótakmörkuð skipti á meðan aðgangur þinn er opinn (venjulega 1 eða 2 ár) og flestir meðlima okkar skipta nokkrum sinnum árlega.

Þúsundir heimilaskipta á hverju ári

Alla daga ársins búa Intervac félagar á heimilum hverra annarra, annast gæludýr og blóm og upplifa nýtt umhverfi. Meðlimir Intervac eru gestir og gestgjafar í yfir 5000 heimilaskiptum árlega. Og við höfum verið að síðan 1953! Þegar kemur að öryggi og ánægju af heimilaskiptum, tala þessar tölur sínu máli um Intervac lífsstílinn.

Tölfræði

Annar ávinningur af víðtækri reynslu okkar er það sem við köllum "database mix". Þar er átt við hlutfall félaga í Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar, eða enskumælandi meðlima annars vegar og þeirra sem hafa önnur móðurmál hins vegar. Við skoðum þessi hlutföll og ákvörðum út frá þeim hvernig kynningarfé okkar sé best varið. Þú getur verið viss um að heimilaskiptin sem þú leitar að eru í gagnagrunninum okkar.

Margir annarrar kynslóðar félagar

Og af því að við höfum verið að í 71 ár og hugmyndir okkar enn ferskar og innblásnar, getum við með stolti sagt að fjöldi félaga okkar er af annarri kynslóð. Þetta er fullorðið fólk sem kynntist fyrst heimilaskiptum sem börn og kynna nú þá reynslu fyrir sínum börnum.

Umboðsmaðurinn þinn

Þrjátíu og fimm umboðsmenn starfa á vegum Intervac um allan heim og flestir þeirra hafa yfir 20 ára reynslu. Þeir eru öllum hnútum kunnugir og leggja sig fram um að aðstoða félagsmenn í hvívetna. Umboðsmaður Intervac er staðsettur á Íslandi og talar íslensku.

Góðar leiðbeiningar og aðstoð á vefnum

Við bjóðum góðar leiðbeiningar fyrir heimilaskipti sem eru uppfærðar reglulega í ljósi reynslu umboðsmanna og annarra félagsmanna. Vefurinn okkar er hlaðinn upplýsingum og hjálpartextum sem kemur sér vel ef þú lendir í öngstræti um miðja nótt.