Gátlisti fyrir heimilaskipti

Undirbúðu komu gesta þinna

Það er mikilvægt að gera heimili þitt eins hlýlegt og aðlaðandi fyrir skiptifélaga þína eins og þú myndir gera fyrir góða vini þína. Hafðu húsið hreint og tilbúið fyrir komu þeirra. Mundu að þú væntir þess sama af þeim.

 • Flaska af víni og blóm í vasa bjóða mann sérlega velkominn.
 • Skiptu á rúmunum og settu hrein handklæði á baðherbergið.
 • Vertu viss um að nóg sé til af salti, sykri, te, kaffi, ávaxtasafa, mjólk, brauði, osti o.þ.h. Gerðu gestum þínum þægilegt að koma sér fyrir.
 • Hafðu ísskápinn hreinan og snyrtilegan. Skildu ekki eftir matarafganga en gerðu ráð fyrir að gestir þínir vilji nota tómatsósuna, sinnepið o.þ.h. og að það sé ekki útrunnin vara. Gerðu ráð fyrir að gestir þínir noti þá ferskvöru sem þú skilur eftir í ísskápnum.
 • Vertu búin/n að greiða reikningana sem annars gjaldfalla á meðan þú ert í burtu.
 • Skildu eftir leiðbeiningar um heimilistækin, rafmagnstöfluaðgang o.þ.h. Það er ráðlegt að biðja nágranna eða vin að líta inn til þess að tryggja að allt sé í lagi og að gestum ykkar líði vel.
 • Skildu eftir allar nauðsynlegar leiðbeiningar um umhirðu plantna og gæludýra. Skildu eftir nafn og símanúmer dýralæknisins ef það á við.
 • Skildu eftir lista yfir mikilvæg símanúmer við símann s.s. neyðarlínuna, lækni, spítala, vini og nágranna sem hafa má samband við ef vandræði koma upp. Jafnvel hjá barnfóstru ef það á við.
 • Vertu viss um að gleyma ekki mikilvægum atriðum er varða öryggi heimilisins. Skildu eftir auka lykil hjá nágranna eða vini ef á þarf að halda.
 • Skildu eftir leiðbeiningar um næstu verslun, bensínstöð o.þ.h.
 • Geymið sérstök verðmæti og persónulega muni á öruggum stað ef þið viljið ekki að þeir verði fyrir tjóni. Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að fjarlægja allt!
 • Gerðu ráð fyrir plássi í skápum eða hillum fyrir gesti ykkar til þess að setja þangað föt og farangur.
 • Ef gestirnir hafa eigin fartölvu meðferðis skaltu hafa tilbúnar leiðbeiningar um tengingu við internet. Slíkum leiðbeiningum má líka koma á framfæri í tölvupósti fyrirfram. Vertu líka búinn að segja til um notkun á heimilistölvu ef það á við.
 • Skildu eftir skrifblokk við símann til að skrá langlínusímtöl eða fyrir skilaboð.
 • Getið þess ef einhver hluti heimilisins er ekki ætlaður til afnota fyrir gestina, eða einhver tæki, t.d. tölvur.
 • Ekki gleyma að skilja upplýsingarnar sem þú tókst saman fyrir gestina eftir á borðinu!

Skiptiheimilið kvatt

Þú ert búin/n að eiga gott frí og nú er kominn tími á heimferð. Eftirfarandi er gátlisti yfir nokkra mikilvæga hluti sem þú ættir að muna eftir að gera fyrir brottför...

 • Fylla aftur á algengan mat (kaffi, te, sykur, salt...)
 • Þrífa vel eftir sig svo heimkoma skiptfélaga þíns sé eins og var (eða betri!) þegar þið komuð. Auðvitað eru þrifaþrep misjöfn á milli manna en stefndu hátt! Vertu viss um að lín sé eins og samið var um við skiptifélaga þinn fyrir ferðina.
 • Skildu eftir pening fyrir símanotkun og ef þarf að bæta minni óhöpp. Skyldu eftir skilaboð ef eitthvað óvænt hefur gerst eða hafi eitthvað skemmst.
 • Ef þú ferð fyrr en áætlað var af einhverjum ástæðum, vertu þá viss um að skiptifélagi þinn og nágrannar hans viti af því.
 • Fylgdu leiðbeiningum skiptifélaga þíns um öryggisvernd heimilisins áður en þú yfirgefur það. Gættu þess að færa lyklana aftur þangað sem um var samið.
 • Þakkarbréf og litla gjöf sem tákn um þakklæti þitt, er alltaf notalegt fyrir hlýja heimkomu.